Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   mið 12. júní 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Juventus búið að ná munnlegu samkomulagi við Greenwood
Mynd: EPA

Mason Greenwood leikmaður Manchester United verður að öllum líkindum ekki áfram hjá United.


Þessi 22 ára gamli sóknarmaður var á láni hjá Getafe á Spáni á síðustu leiktíð en nú er útlit fyrir að hann fari til Ítalíu.

Ítalski íþróttafréttamaðurinn Gianluca Di Marzio segir að Greenwood sé búinn að samþykkja að ganga til liðs við Juventus.

Manchester United vill fá 50 milljónir punda fyrir hann en ítalska liðið er ekki tilbúið að borga svo háa upphæð. Di Marzio segir að Juventus sé tilbúið að borga 30 milljónir ásamt árangurstengdu verði.


Athugasemdir
banner
banner