Varnarmaðurinn Lloyd Kelly er að gangast undir læknisskoðun fyrir félagaskipti sín til Newcastle.
Kelly, sem er 25 ára gamall, er að skrifa undir fimm ára samning við Newcastle. Hann er miðvörður sem getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.
Kelly, sem er 25 ára gamall, er að skrifa undir fimm ára samning við Newcastle. Hann er miðvörður sem getur einnig leyst stöðu vinstri bakvarðar.
Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá Bournemouth eftir að samningur hans þar rann út.
Kelly gekk til liðs við Bournemouth frá Bristol City árið 2019 og spilaði 141 leik fyrir félagið.
Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Newcastle fær til sín í sumar.
Athugasemdir