Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 12. júlí 2020 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Skriniar líklega á förum frá Inter - Man Utd leggur fram tilboð
Milan Skriniar fá fara fyrir rétt verð
Milan Skriniar fá fara fyrir rétt verð
Mynd: Getty Images
Ítalski miðillinn TuttoSport heldur því fram að enska félagið Manchester United hafi lagt fram 58 milljón punda tilboð í Milan Skriniar, varnarmann Inter.

Skriniar er einn eftirsóttasti miðvörður heims en hann hefur spilað vel með Inter frá því hann kom frá Sampdoria árið 2017.

Þessi 25 ára leikmaður er eftirsóttur af öllum stærstu félögum Evrópu en samkvæmt TuttoSport hefur Manchester United ákveðið að jafna tilboð Manchester City í leikmanninn.

Tilboðið nemur um 58 milljónum punda en Inter hefur þegar hafnað tilboðum frá Bayern München og Real Madrid.

Talið er að Antonio Conte sé reiðubúinn að leyfa Skriniar að fara en hann hefur ekki náð að aðagast leikstílnum sem hann vill spila og getur því slóvaski varnarmaðurinn róað á önnur mið og skoðað þá áhugaverðu möguleika sem eru í boði.
Athugasemdir
banner
banner
banner