Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 12. ágúst 2020 12:25
Magnús Már Einarsson
Ísland á rauðan lista í Noregi - Hvað verður um leik Breiðabliks?
Mynd: Hulda Margrét
Norðmenn hafa staðfest að Ísland er komið á rauðan lista vegna kórónuveirunnar frá og með 15. ágúst næstkomandi. Norðmenn settu fjölmörg lönd á rauðan lista í gær og lönd sem voru áður á grænum lista eru nú komin á gulan lista.

Þetta setur leik Breiðabliks og Rosenborg í Evrópudeildinni í uppnám en liðin eiga að mætast í Noregi miðvikudaginn 26. ágúst.

Útlit er fyrir að Breiðablik fái ekki að fara til Noregs til að spila leikinn og þá verður ekki hægt að spila á Lerkendal, heimavelli Rosenborg.

Samkvæmt reglugerð UEFA getur lið verið dæmt 3-0 tap ef reglur ríkisstjórnar landsins sem settar eru eftir að leikstaður er tilkynntur hindra að mótherjarnir komist í leikinn.

Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks sagði við Fótbolta.net í gær að Blikar væru að fylgjast grannt með gangi mála. Hann reiknar þó fastlega með því að leikurinn verði spilaður, hvort sem það verði á Lerkendal eða á hlutlausum velli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner