Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fim 12. ágúst 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
Býður hættunni heim að spila upp á jafntefli gegn Blikum
Úr fyrri leiknum sem var á Laugardalsvellinum.
Úr fyrri leiknum sem var á Laugardalsvellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stephen Glass stjóri Aberdeen segir að sínir menn þurfi að sækja til sigurs í seinni leiknum gegn Breiðabliki í Sambandsdeildinni í kvöld. Aberdeen vann leikinn á Íslandi 3-2 og liðin mætast á Pittodrie vellinum í kvöld klukkan 18:45.

Lestu um leikinn: Aberdeen 2 -  1 Breiðablik

„Ef við liggjum til baka og spilum upp á jafntefli þá gætum við komið okkur í vandræði. Tæknilega er Breiðablik gott lið svo það er mikilvægt fyrir okkur að stýra leiknum og nýta okkar gæði í að sækja til sigurs," segir Glass.

„Það er mikilvægt að einbeita sér að okkur sjálfum. Við verðum að líta á þetta sem stakan leik og hugsa ekki um að við séum yfir í einvíginu. Það býður hættunni heim að sækja ekki til sigurs."

Liðið sem kemst áfram í kvöld mætir AEL Limasson eða Qarabag í umspili um sæti í riðlakeppninni. Þau lið gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik sínum.

Búist er við 15 þúsund áhorfendum á leiknum í kvöld og segisr Glass fagna því að fá stuðning í leiknum mikilvæga.
Athugasemdir
banner
banner