„Það er allt frekar óljóst ennþá," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, við Fótbolta.net í dag aðspurður út í stöðuna á varnarmanninum Kára Árnasyni.
Kári meiddist aftan í læri í leik Íslands og Albaníu í fyrrakvöld. Hann fór í myndatöku í gær en sú myndataka skilaði litlu.
Víkingur mætir FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardag og ennþá er ekki búið að útiloka þátttöku Kára í þeim leik þó vonin sé lítil.
                
                                    Kári meiddist aftan í læri í leik Íslands og Albaníu í fyrrakvöld. Hann fór í myndatöku í gær en sú myndataka skilaði litlu.
Víkingur mætir FH í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardag og ennþá er ekki búið að útiloka þátttöku Kára í þeim leik þó vonin sé lítil.
„Það sést ekki mikið á þessari myndatöku. Hann fer í frekari skoðun í dag hjá Rúnari (Pálmarssyni) sjúkraþálfara landsliðsins. Við sjáum þá hvort við getum testað hann á morgun eða á morgni laugardags," sagði Arnar.
Arnar sagði í viðtali í gær að Víkingar óttuðust það versta en vonuðust eftir því besta. Sama staða er í dag.
„Undirbúningurinn okkar fyrir leikinn er bæði með og án Kára í liðinu," sagði Arnar.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
         
         
     
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
        
