Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. september 2020 18:56
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Hörð barátta um 2. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öllum þremur leikjum dagsins er lokið í 2. deild kvenna og er mikil spenna í baráttunni um 2. sæti.

Grindavík er í öðru sæti eftir öruggan sigur á Sindra en sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F. er í þriðja sæti eftir góðan sigur á ÍR.

Shakira Duncan og Freyja Karín Þorvarðardóttir gerðu tvennu hvor fyrir Austfirðinga, sem jafnaði Grindavík á stigum með sigrinum. Grindavík á þó leik til góða.

Álftanes lagði þá Hamrana að velli samkvæmt úrslitaþjónustu Úrslit.net. Álftnesingar eiga enn tækifæri á að blanda sér í baráttuna um annað sæti en til þess þurfa stúlkurnar nokkra sigra í röð.

ÍR 2 - 5 Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F.
0-1 Elísabet Eir Hjálmarsdóttir ('36)
0-2 Shakira Duncan ('39)
1-2 Suzanna Sofía Palma Rocha ('40)
1-3 Shakira Duncan ('53)
1-4 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('61)
1-5 Freyja Karín Þorvarðardóttir ('72)
2-5 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('85)

Sindri 0 - 4 Grindavík
0-1 Una Rós Unnarsdóttir ('31)
0-2 Eva Lind Daníelsdóttir ('45)
0-3 Júlía Ruth Thasaphong ('49)
0-4 Birgitta Hallgrímsdóttir ('75, víti)

Álftanes 3 - 0 Hamrarnir
1-0 Heiðrún Ósk Reynisdóttir ('38)
2-0 Gunnhildur Ómarsdóttir ('58)
3-0 Sigrún Auður Sigurðardóttir ('82)
Úrslit af urslit.net

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner