Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 12. september 2020 07:15
Fótbolti.net
Fyrsti notandi Pikksins spáir fyrir um fyrstu umferð enska boltans
Mynd: Pikkið
Thang er bæði nágranni Pikksins og fyrsti notandinn og því fær hann heiðurinn að því að spá fyrir um fyrstu umferð enska boltans.

Svona lítur Pikkið hans út:

Fulham Arsenal

Arsenal: 3+ mörk

Arteta þjálfari Arsenal er búinn að vera ansi seigur síðan hann tók við sínu gamla félagi í Lundúnarborg og verður með sýningu á morgun.

Crystal Palace - Southampton

DRAW: 1 mark

Þetta verður jafn leikur. Southampton ætti að vinna en Crystal Palace endaði síðasta tímabil ekki vel og vilja sanna sig í upphafi móts og það á heimavelli.

Liverpool - Leeds

Liverpool: 2 mörk

Leeds nýkomnir í deild þeirra bestu og því fylgir alltaf auka orka í byrjun móts sem þeir ná að nýta. Þeir setja fyrsta markið en ná svo ekki að halda í við kraftinn sem Klopp er búinn að innleiða í sitt lið.

West Ham - Newcastle

Newcastle: 2 mörk

Steve Bruce er búinn að fá Bretana sína þá Callum Wilson og Ryan Fraser sem koma með þessa jákvæðu orku inn í liðið.

West Brom - Leicsester City

Leicester: 3+ mörk

Það nennir enginn West Brom og allir eru pínu skotnir í Leicester. Vardy mun valda þeim vandræðum og klára þetta örugglega.

Tottenham - Everton

Tottenham: 1 mark

Everton búnir að bæta mikið á miðjusvæðið sitt en það þarf alltaf tíma til að slípa það til. Tottenham skorar í fyrri hálfleik og svo tekur við taktískur Mourinho og leikurinn fjarar út.

Sheffield United - Wolves

DRAW: 2 mörk

Tvö lið sem hafa sýnt fínustu tilþrif síðustu tímabil. Ég spái skemmtilegum leik þar sem allir fá eitthvað fyrir sitt.

Brighton - Chelsea

Chelsea: 3+ mörk

Chelsea voru duglegir í sumar og eru komnir með svakalegan hóp. Það á eftir að stilla nokkra strengi sem mun leka mörkum en gæðin eru það mikil að þeir klára þetta alltaf og það með stæl.

Smelltu hér til að taka þátt.
Athugasemdir
banner
banner