Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. september 2022 18:00
Elvar Geir Magnússon
Costa: Kveikti neista að snúa aftur í enska boltann
Costa fór í alvöru myndatöku hjá Wolves.
Costa fór í alvöru myndatöku hjá Wolves.
Mynd: Getty Images
Diego Costa var kynntur sem leikmaður Wolves en hann er fenginn til að fylla skarð Sasa Kalajdzic sem meiddist í fyrsta elik sínum fyrir félagið.

„Þetta eru ekki alveg bestu aðstæðurnar, þar sem ég kem vegna meiðsla annars leikmanns. Ég get aðeins óskað honum alls hins besta," segir Costa.

„En þegar stjórinn (Bruno Lage) bauð mér möguleika á því að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina þá kviknaði neisti í mér. Þetta er keppni sem ég hef tengingu til og hef alltaf verið hrifinn af og fylgst með."

„Ég naut þess að spila í Madríd en þetta var heillandi tilboð sem ég gar ekki hafnað."

Diego Costa er 33 ára og nálgast 500 leiki á ferlinum en hann vann úrvalsdeildina tvívegis með Chelsea og einnig fjölda titla með Atletico Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner