Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   mán 12. september 2022 11:19
Elvar Geir Magnússon
Costa til Wolves (Staðfest)
Úlfarnir hafa samið við Diego Costa, fyrrum sóknarmann Chelsea og Atletico Madrid. en hann kemur til félagsins á frjálsri sölu.

Costa er 33 ára og gerði samning við Wolves út tímabilið. Hann hefur verið félagslaus síðan hann yfirgaf Atletico Mineiro í janúar.

Costa kláraði læknisskoðun í síðustu viku en honum er ætlað að fylla skarð Sasa Kalajdzic, sem félagið keypti í lok félagsskiptagluggans, en hann varð fyrir hnémeiðslum.

Jeff Shi stjórnarformaður Wolves segir að Costa komi með nýja vídd í klefann og inn á völlinn.

Wolves er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner