lau 12. október 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Njósnarar Barcelona horfðu á Havertz
Kai Havertz.
Kai Havertz.
Mynd: Getty Images
Barcelona hefur áhuga á Kai Havertz, leikmanni Bayer Leverkusen, og er áhuginn að aukast.

Talið er að hinn tvítugi Havertz verði einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu næsta sumar.

Hann hefur verið orðaður við Manchester United, Manchester City, Liverpool, sem og þýsku stórliðin Bayern München og Borussia Dortmund.

Núna hafa Barcelona og Real Madrid bæst í kapphlaupið.

Samkvæmt Mundo Deportivo þá sér Real Madrid Havertz sem sinn þriðja kost í kaupum á miðjumanni, á eftir Christian Eriksen og Donny van de Beek.

Það veitir Barcelona forskot á erkifjendur sína frá Madríd. Börsungar sendu njósnara til að fylgjast með honum í 4-2 tapi Þýskalands gegn Hollandi í síðasta landsleikjaglugga. Þar lék hann hálftíma.

Njósnarar Barcelona telja að þarna sé á ferðinni efnilegasti leikmaður Þýskalands.

Leverkusen selur hann væntanlega ekki ódýrt. Í grein Mirror segir að félagið sé að bíða eftir 90 milljón punda tilboði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner