Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mið 12. október 2022 11:20
Elvar Geir Magnússon
Sú sem dæmdi tapleik Íslands í gær mun dæma á HM í Katar
Stephanie Frappart.
Stephanie Frappart.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Íslendingar eru allt annað en sáttir við franska dómarann sem dæmdi umspilsúrslitaleikinn gegn Portúgal. Stephanie Frappart hefur verið valin besti kvendómari heims þrjú síðustu ár en margir telja að hún hafi hreinlega 'flautað Ísland úr leik' í gær.

Frappart fór þrisvar í VAR skjáinn í leik sem var uppfullur af umdeildum atvikum. Skömmu eftir að mark var dæmt af Íslandi fékk Portúgal víti og Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir var rekin af velli.

Frappart virkaði gríðarlega óörugg í leiknum. Hún dæmdi Portúgal annað víti, sem var glórulaus dómur, en tók svo dóminn til baka eftir að hafa farið í skjáinn.

Eins og áður segir er Frappart, sem er 38 ára, talin besti kvendómari heims. Hún hefur verið valin til að starfa á HM karlalandsliða sem hefst í Katar á næsta mánuði og gæti þar orðið fyrsta konan til að dæma á allra stærsta sviðinu karlamegin.

Frappart hefur afrekað margt á dómaraferli sínum. Hún var fyrsta konan til að dæma UEFA Ofurbikar karla, leik í Meistaradeild karla og þá dæmdi hún franska bikarúrslitaleikinn í karlaflokki fyrr á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner