Mainoo að fá nýjan samning - Tekur Guardiola við enska landsliðinu - Eriksen fer til Ajax
banner
   lau 12. október 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hleraði klefann hjá Man Utd á Villa Park
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Greint hefur verið frá því að Erik ten Hag keypti sérstakan skjólvegg til að hafa á æfingum Manchester United til að koma í veg fyrir að njósnarar gætu fylgst með því sem er þar í gangi.

   10.10.2024 11:50
Ten Hag lét reisa rándýran vegg á æfingasvæði Man Utd


Þetta eru viðbrögð við því að njósnað var um Man Utd í leik liðsins gegn Aston Villa um síðustu helgi.

Leikurinn fór fram á Villa Park og greinir The Sun frá því að einhver hafði komið hlerunarbúnaði fyrir í búningsklefa Rauðu djöflanna tveimur dögum fyrir leik.

Viðkomandi hleraði ræður Ten Hag fyrir leik, í hálfleik og eftir leik og er Sun með upptökurnar í höndunum.

Miðillinn er ekki búinn að birta upptökurnar en segir að rödd Ten Hag heyrist skýrt og greinilega.

Skjólveggirnir eru ekki eingöngu til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar fylgist með æfingunum, heldur einnig til að verja æfingasvæðið betur frá vindi. Ten Hag vill einnig láta gróðursetja tré í kringum svæðið til að minnka vindinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner