Kylian Mbappé, stjörnuleikmaður franska landsliðsins og Real Madrid, var sendur heim úr landsleikjahlénu vegna smávægilegra ökklameiðsla og ferðast því ekki með til Íslands.
Hann heldur aftur til Madrídar þar sem þjálfarateymi liðsins er vongott um að endurheimta hann fyrir nágrannaslag gegn Getafe í spænsku deildinni á sunnudaginn.
26 ára gamall Mbappé hefur verið í feykistuði á upphafi tímabils og er kominn með 17 mörk og 4 stoðsendingar í 13 leikjum með Real Madrid og Frakklandi í haust.
Ousmane Dembélé verður heldur ekki með franska landsliðinu vegna meiðsla.
Athugasemdir