Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 12. nóvember 2018 08:00
Magnús Már Einarsson
Fred ræðir vandræði sín við Fernandinho
Powerade
Fred hefur ekki ennþá náð að slá í gegn.
Fred hefur ekki ennþá náð að slá í gegn.
Mynd: Getty Images
Það er komið landsleikjahlé en ensku slúðurblöðin eru á sínum stað með heitustu kjaftasögurnar.



Manchester City er að undirbúa 50 milljóna punda tilboð í Frenkie de Jong (21) miðjumann Ajax. (Mail)

Fred (25) miðjumaður Manchester United hefur rætt um erfiða byrjun sína hjá félaginu við landa sinn Fernandinho (33) hjá Manchester City. (Metro)

Everton, Newcastle og West Ham hafa áhuga á Yacine Brahimi (28) kantmanni Porto en hann verður samningslaus næsta sumar. (Sun)

Unai Emery gæti gefið Eddie Nketiah (19) séns áður en hann ákveður hvort að hann kaupi nýjan framherja í janúar eða ekki vegna meiðsla Danny Welbeck. (Express)

Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að það hafi verið rétt að dæma mark Aleksandar Mitrovic af í leik Fulham gegn Liverpool í gær. Fyrra mark Liverpool hefði ekki átt að standa þar sem boltinn var á hreyfingu þegar Alisson tók markspyrnu í aðdraganda marksins. (Mail)

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er í viðræðum við Gareth Southgate landsliðsþjálfara Englendinga um að Joe Gomez fái frí í vináttuleiknum gegn Bandaríkjunum á fimmtudag þar sem hann er að glíma við meiðsli á hásin. (Mirror)

Forráðamenn félaga í ensku úrvalsdeildinni hittast á fimmtudag og ræða ásakanir um að Manchester City hafi brotið fjárhagsreglur. (Times)

Dani Alves (35), hægri bakvörður PSG, segir ekki mögulegt að ljúka ferlinum án þess að spila í ensku úrvalsdeildinni. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner