Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. nóvember 2022 16:35
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Newcastle og Chelsea: Lewis Hall fær sénsinn hjá Chelsea - Wilson á bekknum
Zakaria er á bekknum en Sterling ekki í hópum.
Zakaria er á bekknum en Sterling ekki í hópum.
Mynd: EPA
Wilson.
Wilson.
Mynd: Getty Images

Sjöundi leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag verður án efa hörkuleikur en þar mætast Newcastle United og Chelsea á St.James’ Park.


Newcastle hefur einungis tapað einum leik á heimavelli á þessu ári en Chelsea hefur aftur á móti gengið illa að undanförnu.

Í síðustu umferð fór Newcastle létt með Southampton á útivelli á meðan Chelsea tapaði gegn Arsenal á Stamford Bridge. Í miðri viku vann Newcastle lið Crystal Palace í deildabikarnum á meðan Chelsea datt úr leik gegn Manchester City.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, er með Callum Wilson á bekknum en hann hefur verið meiddur. Chris Wood skoraði í síðasta leik og hann byrjar frammi í dag.

Graham Potter, stjóri Chelsea, gefur hinum átján ára gamla Lewis Hall sénsinn í dag en þá eru Connor Gallagher og Broja báðir í byrjunarliðinu.

Cucurella og Thiago Silva setjast báðir á bekkinn ásamt Pierre-Emerick Aubameyang og Kai Havertz.

Newcastle: Pope, Trippier, Botman, Schar, Burn, Longstaff, Willock, Guimaraes, Almiron, Joelinton, Wood. 
(Varamenn: Darlow, Lascelles, Shelvey, Wilson, Saint-Maximin, Targett, Manquillo, Murphy, Anderson.)

Chelsea: Mendy, Azpilicueta, Koulibaly, Chalobah, Hall, Kovacic, Loftus-Cheek, Jorginho, Gallagher, Mount, Broja.
(Varamenn: Bettinelli, Silva, Aubameyang, Pulisic, Zakaria, Ziyech, Havertz, Cucurella, Hutchinson.)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner