Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   lau 12. nóvember 2022 14:50
Aksentije Milisic
Toney: Leikmenn Man City eru manneskjur og manneskjur geta tapað leikjum
Toney fagnar fyrra marki sínu.
Toney fagnar fyrra marki sínu.
Mynd: EPA

Ivan Toney, leikmaður Brentford, var hetja liðsins í dag en liðið gerði sér lítið fyrir og fór á Etihad völlinn í Manchester og tók öll stigin þrjú.


Ivan Toney gerði tvennu í leiknum en hann kom Brentford yfir með flottu skallamarki áður en Phil Foden jafnaði með þrumufleyg.

Það var síðan á áttundu mínútu uppbótartímanns sem Brentford tryggði sér sigurinn eftir laglega skyndisókn. Josh Dasilva fann þá Toney sem skilaði knettinum í netið af stuttu færi.

„Við erum gott lið og við getum gert svona hluti. Leikmenn Manchester City eru manneskjur og manneskjur geta tapað leikjum. Við áttum þennan sigur skilið," sagði Toney í viðtali við BT Sport beint eftir leik.

Þessi öflugi sóknarmaður var ekki valinn í enska landsliðshópinn sem fer á HM en Callum Wilson, framherji Newcastle, fékk sæti í hópnum.

„Auðvitað var ég vonsvikinn að vera ekki valinn en ég læt það ekkert stoppa mig."

Frábært svar hjá Toney í dag, tvenna og sigur á Englandsmeisturunum.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner