Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   þri 12. nóvember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Langt á milli hjá Salah og Liverpool
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Samningur Mohamed Salah, eins besta leikmanns í sögu Liverpool, rennur út í sumar.

Salah hefur verið stórkostlegur á þessu tímabil en framtíð hans er í óvissu.

Florian Plettenberg, fréttamaður Sky Sports, segir að Salah sé í viðræðum við Liverpool um nýjan samning en það er enn langt á milli í viðræðum.

Hinn 32 ára gamli Salah hefur leikið með Liverpool frá 2017 og er án efa einn besti leikmaður í sögu félagsins.

Ef Salah fer frá Liverpool þá eru Barcelona og Sádi-Arabía líklegustu áfangastaðirnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner