Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
banner
   þri 12. nóvember 2024 11:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir að Coote muni aldrei dæma aftur í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
„Ég myndi móðgast meira og vera reiðari sem leikmaður, vegna þess að þú ert að hugsa: Bíddu, suma leikina sem ég hef spilað, þarf ég að efast um heilindi hans vegna óbeit hans á stjóranum?" sagði Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool, á talkSPORT í dag þegar hann ræddi um málefni dómarans David Coote.

„Þýðir það að við höfum misst af einhverju? Allir svona hlutir væru að snúast í hausnum á mér."

Dómarinn kallaði Jurgen Klopp, fyrrum stjóra Liverpool, „tussu" í myndbandi sem fór eins og eldur um sinu á netheimum í gær. Myndbandið er nokkurra ára gamalt en í gær var Coote sendur í leyfi og settu dómarasamtökin rannsókn í gang.

„Ég held að margir leikmenn væru mjög pirraðir," sagði Murphy sem segir að í dag sé hann ekki jafn tortrygginn og hann hefði verið sem leikmaður í þessari stöðu.

Blaðamaðurinn Darren Lewis benti Murphy á að hundruðir leikmanna í úrvalsdeildinni og þúsundir stuðningsmanna væru að móta sínar eigin skoðanir.

„Þess vegna held ég að honum verði refsað og muni ekki dæma aftur. Hann er búinn. Það er engin önnur lausn, hann er búinn. Hann getur ekki dæmt aftur í deildinni," sagði Murphy.
Athugasemdir
banner
banner