Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 11. nóvember 2024 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Coote sendur í leyfi
David Coote að störfum.
David Coote að störfum.
Mynd: Getty Images
David Coote, dómari í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í leyfi vegna myndbands sem fór í dreifingu fyrr í dag.

PGMOL, samtök atvinnudómara á Englandi, staðfesta þetta með yfirlýsingu. Þar segir að Coote verði í leyfi á meðan málið er rannsakað frekar.

„Jurgen Klopp er tussa," segir Coote í myndbandinu meðal annars en hann talar bæði illa um Liverpool og Klopp í því.

Í myndbandinu segir Coote að það megi ekki fara í neina dreifingu en núna er það raunin.
Athugasemdir
banner