Joao Pedro í forgangi hjá Liverpool - Man Utd setur verðmiða á Rashford - Real Madrid missir vonina gagnvart Davies
   fim 12. desember 2024 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Benoný Breki gæti stigið í stór fótspor í næsta mánuði
Benoný Breki skrifaði undir samning við Stockport í gær.
Benoný Breki skrifaði undir samning við Stockport í gær.
Mynd: Aðsend
Louie Barry.
Louie Barry.
Mynd: Getty Images
Benoný Breki Andrésson var í gær keyptur til Stockport á Englandi en félagið er í C-deildinni þar í landi.

Benoný er 19 ára og var í sumar markakóngur Bestu deildarinnar þegar hann skoraði 21 mark í 26 leikjum og setti markamet í Bestu deildinni.

Benoný þarf að fá atvinnuleyfi og svo munu félagaskiptin formlega ganga í gegn þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar þann 1. janúar.

Svo gæti verið að Benoný sé að stíga í stór fótspor þegar janúarglugginn opnar en þá er líklegt að Louie Barry, sem hefur verið einn besti leikmaður C-deildarinnar á tímabilinu, yfirgefi Stockport.

Barry er sóknarmaður sem var á sínum tíma í unglingaliðum Barcelona en hann sneri síðan aftur til Englands. Hann er samningsbundinn Aston Villa en hefur leikið með Stockport á yfirstandandi tímabili og skorað 15 mörk í 20 leikjum.

Núna er talað um það í enskum fjölmiðlum að hann muni taka skref upp á við í janúar og fara á láni í Championship-deildina. Aston Villa er að skoða möguleikana á meðal félaga sem hafa lýst yfir áhuga á honum eru Middlesbrough og Leeds.

Benoný gæti fengið það hlutverk að stíga inn fyrir Barry ef Aston Villa kallar hann til baka í næsta mánuði en það verður gaman að sjá hvernig sóknarmanninum efnilega vegnar í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner