Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   lau 13. febrúar 2021 16:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Fjögur jafntefli - Haaland bjargaði Dortmund
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Mönnum var heitt í hamsi í leik Borussia Dortmund og Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni.

Jadon Sancho kom Dortmund yfir á 24. mínútu en Hoffenheim spilaði vel í leiknum og þeir náðu að jafna á 31. mínútu þegar Munas Dabbur skoraði.

Í byrjun seinni hálfleiks tók Hoffenheim forystuna eftir hornspyrnu. Það gekk erfiðlega hjá Dortmund að skapa góð færi en þeir náðu að jafna metin á 81. mínútu og var þar norski markahrókurinn Erling Braut Haaland að verki. Leikmenn Hoffenheim voru ósáttir við Haaland þar sem liðsfélagi þeirra lá meiddur á vellinum. Leikmenn Hoffenheim geta hins vegar bara sjálfum sér um kennt þar sem þeir voru að senda boltann á milli og Haaland komst inn í slaka sendingu.

Þetta reyndist síðasta mark leiksins og lokatölur 2-2. Dortmund hefur ekki verið að standa sig nægilega vel að undanförnu og er í sjötta sæti með 33 stig. Hoffenheim er í 12. sæti með 23 stig.

Allir leikirnir sem voru að klárast í þýsku úrvalsdeildinni enduðu með jafntefli. Mainz kom til baka á móti Bayer Leverkusen, það var markalaust hjá Werder Bremen og Freiburg, og Stuttgart og Hertha Berlín gerðu 1-1 jafntefli.

Borussia D. 2 - 2 Hoffenheim
1-0 Jadon Sancho ('24 )
1-1 Munas Dabbur ('31 )
1-2 Ihlas Bebou ('51 )
2-2 Erling Haaland ('81 )

Bayer 2 - 2 Mainz
1-0 Lucas Alario ('14 )
2-0 Patrik Schick ('84 )
2-1 Robert Glatzel ('89 )
2-2 Kevin Stoger ('90 )

Werder 0 - 0 Freiburg

Stuttgart 1 - 1 Hertha
1-0 Sasa Kalajdzic ('45 )
1-1 Luca Netz ('82 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner