
Guðný Árnadóttir er mikilvægur hlekkur í sterku liði AC Milan í efstu deild ítalska boltans.
Hún átti frábæran leik í 1-0 sigri gegn Pomigliano um helgina, þar sem hún lagði upp eina mark leiksins auk þess að hjálpa Milan að halda hreinu.
Guðný var valin í lið vikunnar á Ítalíu fyrir frammistöðu sína í sigrinum.
Hún gekk í raðir Milan til að leysa miðvarðarstöðuna af hólmi og er stillt upp sem miðverði í liði vikunnar, en hún hefur verið að spila sem hægri bakvörður í undanförnum leikjum.
Guðný er fædd um aladamótin og lék fyrir FH og Val áður en hún hélt til Ítalíu.
Milan er í fimmta sæti ítölsku deildarinnar með 31 stig eftir 17 umferðir.
???????????? ????????????????????? ???????? 17a Giornata ?????
— FIGC Calcio Femminile (@FIGCfemminile) February 13, 2023
???????? #SerieAFemminile @TIM_Official
???? La news: https://t.co/DvDDYvbdH6
???? By @OptaPaolo pic.twitter.com/DldhePjPzy