Leicester á þrjá fulltrúa í liði umferðarinnar, eftir 4-1 sigur gegn Tottenham. Það eru tveir frá Manchester United eftir 2-0 útisigur gegn Leeds. Það er að vanda Garth Crooks, sérfræðingur BBC, sem sér um að velja.
Miðjumaður: Kevin de Bruyne (Manchester City) - Var látinn á bekkinn gegn Tottenham og Pep Guardiola þurfti að taka afleiðingunum. Hann gerði ekki sömu mistök gegn Aston Villa.
Sóknarmaður: Marcus Rashford (Manchester United) - Skoraði með stórgóðum skalla gegn Leeds, eftir fyrirgjöf Luke Shaw.
Sóknarmaður: Ivan Toney (Brentford) - Skoraði í 1-1 jafntefli gegn toppliði Arsenal. Hefði reyndar getað skorað þrennu!
Athugasemdir