Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   þri 13. febrúar 2024 17:00
Elvar Geir Magnússon
Verðmiðinn á Alberti 5,2 milljarðar króna
Albert Guðmundsson er 26 ára.
Albert Guðmundsson er 26 ára.
Mynd: EPA
Andres Blazquez, framkvæmdastjóri Genoa, segir að ef það komi tilboð upp á 35 milljónir evra í Albert Guðmundsson í sumar þá verði það skoðað. Það samsvarar um 5,2 milljörðum íslenskra króna.

Albert hefur átt virkilega gott tímabil í ítölsku A-deildinni, hefur skorað níu mörk og átt tvær stoðsendingar í 22 leikjum. Liðið er í tólfta sæti deildarinnar.

Fiorentina gerði árangurslausar tilraunir til að kaupa Albert í janúarglugganum en þá var talað um að verðmiðinn á honum væri 30 milljónir evra. Íslendingurinn hefur einnig verið orðaður við Juventus og Tottenham svo einhver félög séu nefnd.

Calciomercato segir að AC Milan og Napoli hafi einnig sýnt honum áhuga og þá hafa ensku úrvalsdeildarfélögin Newcastle, Aston Villa og West Ham líka verið í umræðunni.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 7 5 1 1 14 5 +9 16
2 Inter 7 4 2 1 16 9 +7 14
3 Juventus 7 3 4 0 10 1 +9 13
4 Lazio 7 4 1 2 14 11 +3 13
5 Udinese 7 4 1 2 10 10 0 13
6 Milan 7 3 2 2 15 9 +6 11
7 Torino 7 3 2 2 12 11 +1 11
8 Atalanta 7 3 1 3 16 13 +3 10
9 Roma 7 2 4 1 8 5 +3 10
10 Empoli 7 2 4 1 6 4 +2 10
11 Fiorentina 7 2 4 1 9 8 +1 10
12 Verona 7 3 0 4 12 12 0 9
13 Bologna 7 1 5 1 7 9 -2 8
14 Como 7 2 2 3 10 14 -4 8
15 Parma 7 1 3 3 10 12 -2 6
16 Cagliari 7 1 3 3 5 11 -6 6
17 Lecce 7 1 2 4 3 12 -9 5
18 Genoa 7 1 2 4 5 15 -10 5
19 Monza 7 0 4 3 5 9 -4 4
20 Venezia 7 1 1 5 5 12 -7 4
Athugasemdir
banner
banner