Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
banner
   fim 13. febrúar 2025 21:26
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings, eftir sögulegan sigur liðsins gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Í stöðunni 1-0 vissum við að við þurftum að liggja aðeins til baka. Svo fór þetta í 2-0 og svo 2-1 sem mér fannst ekki vera víti því miður. Síðan vildum við fá þriðja markið inn en svona er fótbolti, maður getur ekki fengið allt í heiminum," sagði Danijel.

Víkingur var nálægt því að bæta við þriðja markinu undir lokin.

„Við spörum þetta fyrir útileikinn, við eigum inni, hann verður aðeins öðruvísi en ég hef fulla trú á þessu liði fyrir hann. Við erum ekki búnir, þetta er ekki okkar stoppistöð, við ætlum að halda áfram að skrifa söguna ennþá meira," sagði Danijel.

Panathinaikos er mun stærra félag en Víkingur en liðið þekkir vel að spila í Evrópukeppni. Það fór því í taugarnar á þeim að lenda í vandræðum með íslenska liðið.

„Við höfum fundið fyrir þessu í Bestu deildinni, þegar þú ert stóra liðið þá á maður að vinna. Þá pirrast maður ótrúlega oft á litlu hlutunum og þeir gerðu það, í fyrsta sinn sem við vorum minna liðið og vorum að vinna," sagði Danijel.

Danijel var ánægður með stuðninginn í Helsinki en hann minntist á bróður sinn Nikola Dejan Djuric sem var í stúkunni.

„Þetta var geggjað sérstaklega þegar maður var á bekknum. Þá heyrði maður skellinn upp á varamannabekknum ef dómarinn gerði eitthvað, maður hugsaði bara 'hvað er að gerast er maður mættur í einhverja klikkun'. Svo leit maður upp og þá voru þetta bara 200 manns en leið eins og þetta væru fimm þúsund. Það er gaman að fá stuðningsmennina og maður heyrir líka í brósa öskra, það var geggjað," sagði Danijel.
Athugasemdir
banner
banner