Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   fim 13. febrúar 2025 21:26
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings, eftir sögulegan sigur liðsins gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Í stöðunni 1-0 vissum við að við þurftum að liggja aðeins til baka. Svo fór þetta í 2-0 og svo 2-1 sem mér fannst ekki vera víti því miður. Síðan vildum við fá þriðja markið inn en svona er fótbolti, maður getur ekki fengið allt í heiminum," sagði Danijel.

Víkingur var nálægt því að bæta við þriðja markinu undir lokin.

„Við spörum þetta fyrir útileikinn, við eigum inni, hann verður aðeins öðruvísi en ég hef fulla trú á þessu liði fyrir hann. Við erum ekki búnir, þetta er ekki okkar stoppistöð, við ætlum að halda áfram að skrifa söguna ennþá meira," sagði Danijel.

Panathinaikos er mun stærra félag en Víkingur en liðið þekkir vel að spila í Evrópukeppni. Það fór því í taugarnar á þeim að lenda í vandræðum með íslenska liðið.

„Við höfum fundið fyrir þessu í Bestu deildinni, þegar þú ert stóra liðið þá á maður að vinna. Þá pirrast maður ótrúlega oft á litlu hlutunum og þeir gerðu það, í fyrsta sinn sem við vorum minna liðið og vorum að vinna," sagði Danijel.

Danijel var ánægður með stuðninginn í Helsinki en hann minntist á bróður sinn Nikola Dejan Djuric sem var í stúkunni.

„Þetta var geggjað sérstaklega þegar maður var á bekknum. Þá heyrði maður skellinn upp á varamannabekknum ef dómarinn gerði eitthvað, maður hugsaði bara 'hvað er að gerast er maður mættur í einhverja klikkun'. Svo leit maður upp og þá voru þetta bara 200 manns en leið eins og þetta væru fimm þúsund. Það er gaman að fá stuðningsmennina og maður heyrir líka í brósa öskra, það var geggjað," sagði Danijel.
Athugasemdir
banner
banner