Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   fim 13. febrúar 2025 21:26
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings, eftir sögulegan sigur liðsins gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Í stöðunni 1-0 vissum við að við þurftum að liggja aðeins til baka. Svo fór þetta í 2-0 og svo 2-1 sem mér fannst ekki vera víti því miður. Síðan vildum við fá þriðja markið inn en svona er fótbolti, maður getur ekki fengið allt í heiminum," sagði Danijel.

Víkingur var nálægt því að bæta við þriðja markinu undir lokin.

„Við spörum þetta fyrir útileikinn, við eigum inni, hann verður aðeins öðruvísi en ég hef fulla trú á þessu liði fyrir hann. Við erum ekki búnir, þetta er ekki okkar stoppistöð, við ætlum að halda áfram að skrifa söguna ennþá meira," sagði Danijel.

Panathinaikos er mun stærra félag en Víkingur en liðið þekkir vel að spila í Evrópukeppni. Það fór því í taugarnar á þeim að lenda í vandræðum með íslenska liðið.

„Við höfum fundið fyrir þessu í Bestu deildinni, þegar þú ert stóra liðið þá á maður að vinna. Þá pirrast maður ótrúlega oft á litlu hlutunum og þeir gerðu það, í fyrsta sinn sem við vorum minna liðið og vorum að vinna," sagði Danijel.

Danijel var ánægður með stuðninginn í Helsinki en hann minntist á bróður sinn Nikola Dejan Djuric sem var í stúkunni.

„Þetta var geggjað sérstaklega þegar maður var á bekknum. Þá heyrði maður skellinn upp á varamannabekknum ef dómarinn gerði eitthvað, maður hugsaði bara 'hvað er að gerast er maður mættur í einhverja klikkun'. Svo leit maður upp og þá voru þetta bara 200 manns en leið eins og þetta væru fimm þúsund. Það er gaman að fá stuðningsmennina og maður heyrir líka í brósa öskra, það var geggjað," sagði Danijel.
Athugasemdir