Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 13. febrúar 2025 21:26
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Ekki stoppistöð Víkinga - „Ætlum að skrifa söguna ennþá meira"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net ræddi við Danijel Dejan Djuric, leikmann Víkings, eftir sögulegan sigur liðsins gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í Helsinki í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Í stöðunni 1-0 vissum við að við þurftum að liggja aðeins til baka. Svo fór þetta í 2-0 og svo 2-1 sem mér fannst ekki vera víti því miður. Síðan vildum við fá þriðja markið inn en svona er fótbolti, maður getur ekki fengið allt í heiminum," sagði Danijel.

Víkingur var nálægt því að bæta við þriðja markinu undir lokin.

„Við spörum þetta fyrir útileikinn, við eigum inni, hann verður aðeins öðruvísi en ég hef fulla trú á þessu liði fyrir hann. Við erum ekki búnir, þetta er ekki okkar stoppistöð, við ætlum að halda áfram að skrifa söguna ennþá meira," sagði Danijel.

Panathinaikos er mun stærra félag en Víkingur en liðið þekkir vel að spila í Evrópukeppni. Það fór því í taugarnar á þeim að lenda í vandræðum með íslenska liðið.

„Við höfum fundið fyrir þessu í Bestu deildinni, þegar þú ert stóra liðið þá á maður að vinna. Þá pirrast maður ótrúlega oft á litlu hlutunum og þeir gerðu það, í fyrsta sinn sem við vorum minna liðið og vorum að vinna," sagði Danijel.

Danijel var ánægður með stuðninginn í Helsinki en hann minntist á bróður sinn Nikola Dejan Djuric sem var í stúkunni.

„Þetta var geggjað sérstaklega þegar maður var á bekknum. Þá heyrði maður skellinn upp á varamannabekknum ef dómarinn gerði eitthvað, maður hugsaði bara 'hvað er að gerast er maður mættur í einhverja klikkun'. Svo leit maður upp og þá voru þetta bara 200 manns en leið eins og þetta væru fimm þúsund. Það er gaman að fá stuðningsmennina og maður heyrir líka í brósa öskra, það var geggjað," sagði Danijel.
Athugasemdir
banner
banner
banner