Orri Steinn Óskarsson var í byrjunarliði Real Sociedad þegar liðið heimsótti Midtjylland í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Brais Mendez kom Sociedad yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Eftir hálftíma leik bætti Takefusa Kubo við öðru markinu með glæsilegu skoti fyrir utan teig.
Midtjylland tókst að minnka muninn suttu síðar en fleiri mörk urðu ekki skoruð. Elías Rafn Ólafsson sat á bekknum hjá Midtjyalland.
Ajax er með 2-0 forystu eftir fyrri leikinn ytra gegn Royale Union frá Belgíu. Hinn 16 ára gamli Jorthy Mokio innsiglaði sigur liðsins.
Þá skoraði hinn 38 ára gamli Edin Dzeko í öruggum sigri Fenerbanhce gegn Anderlecht.
Ferencvaros 1 - 0 Plzen
1-0 Mohammed Abu Fani ('23 )
St. Gilloise 0 - 2 Ajax
0-1 Christian Rasmussen ('59 )
0-2 Jorthy Mokio ('71 )
Midtjylland 1 - 2 Real Sociedad
0-1 Brais Mendez ('11 , víti)
0-2 Takefusa Kubo ('31 )
1-2 Adam Buksa ('38 )
Fenerbahce 3 - 0 Anderlecht
1-0 Dusan Tadic ('11 )
2-0 Edin Dzeko ('42 )
3-0 Youssef En-Nesyri ('57 )
Athugasemdir