Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
   fim 13. febrúar 2025 13:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vardy klár í slaginn gegn Arsenal
Jamie Vardy, Jannik Vestergaard og Victor Kristiansen verða allir til taks fyrir Ruud van Nistelrooy, stjóra Leicester, fyrir leikinn gegn Arsenal á laugardag.

Arsenal heimsækir Refina í Leicester í hádegisleik laugardagsins.

Framherjinn Vardy var ekki með gegn Man Utd í bikarnum og saknaði liðið hans.

„Þeir hafa allir átt góða viku á æfingasvæðinu og eru komnir til baka. Ef allt fer vel í dag og á morgun þá verða þeir til taks á laugardag," sagði van Nistelrooy á fréttamanafundinum.

Vardy hefur skorað sjö mörk á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins. Jordan Ayew og Facundo Buonanotte eru næstir á eftir honum með fjögur mörk hvor.

Miðvörðurinn Vestergaard hefur verið í nokkuð stóru hlutverki á tímabilinu og sömu sögu má segja af vinstri bakverðinum Kristiansen.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner