Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 13. mars 2022 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Höfnuðu tilboði í Davíð - „Sé fyrir mér framtíðar landsliðsmann"
Davíð í leik á undirbúningstímabilinu.
Davíð í leik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik hafnaði tilboði frá sænska félaginu Örebro í bakvörðinn Davíð Ingvarsson.

Frá þessu sagði Elvar Geir Magnússon í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

„Smá tíðindi. Ég var að heyra það úr hans herbúðum að Örebro vildi fá hann. Það er búið að gera tilboð sem Breiðablik hafnaði. Það er spurning hvort það komi annað tilboð," sagði Elvar Geir.

„Maður heyrir að Davíð sé skiljanlega spenntur fyrir því að stíga út fyrir landsteinanna og spila þar."

Davíð hefur verið mikilvægur hluti af liði Breiðabliks undanfarin ár.

„Mér finnst hann besti vinstri bakvörðurinn í (Bestu) deildinni. Mér finnst skrítið að hann sé ekki kominn út. Ég sé fyrir mér framtíðar landsliðsmann," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis.

Davíð er 22 ára gamall. Örebro féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðasta ári og spilar í B-deild á þessu ári.
Útvarpsþátturinn - Siggi Höskulds, Gústi Gylfa og fótboltafréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner