Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   sun 13. mars 2022 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Henderson hegðar sér eins og lífvörður Salah
Mohamed Salah er ein besta vítaskytta í heimi. Mögulega spilar liðsfélagi hans, Jordan Henderson, hlutverk í því.

Íþróttasálfræðingurinn Geir Jordet vekur athygli á því á Twitter hvað Henderson gerir alltaf þegar Liverpool fær vítaspyrnu. Han hegðar sér eins og lífvörður Salah.

„Á þessu tímabili hefur Henderson í auknum mæli brugðið sér í hlutverk lífvarðar í vítaspyrnum, til að vernda Salah gegn hugarleikjum andstæðinga," skrifar Jordet.

Liverpool fékk vítaspyrnu gegn Brighton í gær sem Salah tók og skoraði úr. Fyrir vítaspyrnuna tók Henderson sér stöðu fyrir framan Salah og passaði upp á það að enginn leikmaður Brighton kæmist nálægt honum. Salah gat því sett hugann alveg við vítaspyrnuna og ekkert annað.

Jordet bendir á það að Manchester United verndi vítaskyttu sína ekki á meðan Liverpool gerir það með Henderson fremstan í flokki. Þetta geti hjálpað mikið.

Hérna fyrir neðan má skoða þráðinn.


Athugasemdir
banner