Úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni að þessu sinni kemur frá The Football Faithful. Arsenal og Manchester City unnu bæði um helgina og þá æsast leikar í fallbaráttunni en öll liðin í fallsætunum voru að sækja stig um helgina. Chelsea tengir saman sigra en Liverpool og Manchester United misstíga sig.
Markvörður: Gavin Bazunu – Southampton, Írinn ungi hefur átt misjafna leiki á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. En hann var maður leiksins í markalausu jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford.
Hægri bakvörður: Pedro Porro – Tottenham, Átti sinn besta leik fyrir Spurs í 3-1 sigri gegn Nottingham Forest. Átti stoðsendingu á Harry Kane.
Miðvörður: Marcos Senesi – Bournemouth, Argentínumaðurinn hefur komið flottur inn í enska boltann og steig vart feilspor þegar Bournemouth vann óvæntan 1-0 sigur gegn Liverpool.
Miðvörður: Michael Keane – Everton, Hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir komu Sean Dyche. Átti hörkuleik í 1-0 sigri gegn Brentford um helgina.
Vinstri bakvörður: Ben Chilwell – Chelsea, Skoraði gegn Leicester, sínu fyrrum félagi, þegar Chelsea vann þriðja sigur sinn á einni viku.
Miðjumaður: Rodri – Manchester City, Undirstrikaði mikilvægi sitt fyrir City þegar liðið vann baráttusigur gegn Crystal Palace og viðhélt pressunni á Arsenal.
Miðjumaður: Philip Billing – Bournemouth, Skoraði gegn Arsenal fyrir rúmri viku og nú skoraði hann sigurmarkið gegn Liverpool. Daninn er í banastuði.
Hægri vængur: Dango Ouattara – Bournemouth, Lagði upp markið og bjó til vandræði fyrir Liverpool allan leikinn. Þessi spennandi leikmaður kom frá Lorient í januarglugganum.
Athugasemdir