Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   fim 13. mars 2025 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Ásgeir Orri með slitið krossband - Frá út tímabilið
Lengjudeildin
Ásgeir Orri Magnússon
Ásgeir Orri Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Orri Magnússon, markvörður Keflavíkur, verður ekkert með liðinu á komandi leiktíð eftir að hafa slitið aftara krossband í leik á móti ÍBV í Lengjubikarnum í síðasta mánuði en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Markvörðurinn meiddist illa í byrjun síðari hálfleiks gegn Eyjamönnum og ekkert spilað síðan.

Ásgeir, sem var aðalmarkvörður Keflvíkinga á síðustu leiktíð, fékk niðurstöður úr segulómun á dögunum og kom þar í ljós að hann væri með slitið aftari krossband og verður því frá út tímabilið.

Eins og kom fram í kvöld hefur Keflavík brugðist við þessum meiðslum Ásgeirs en Sindri Kristinn Ólafsson gekk aftur í raðir félagsins frá FH og mun verja mark liðsins í sumar.

Valur bauð í Ásgeir Orra í síðasta mánuði og voru einhverjar þreifingar í gangi vegna meiðsla Ögmundar Kristinssonar. Átti Ásgeir þá að hlaupa í skarðið, en Ragnar Aron Ragnarsson, framkvæmdastjóri Keflavíkur, sagði í samtali við Fótbolta.net að Ásgeir væri ekki til sölu og væru litlar líkur á að hann yrði seldur innanlands.

Ásgeir, sem er fæddur árið 2004, stóð sig gríðarlega vel í marki Keflavíkur á síðasta tímabili og eðlilegt að hann hafi vakið áhuga stærri liða, en Keflavík fór alla leið í úrslit Lengjudeildarumspilsins og í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Eftir tímabilið gerði hann langtímasamning við Keflavík.

Frammistaða hans skilaði honum sæti í U21 árs landsliðinu og lék hann sinn fyrsta leik þar í 2-1 sigri á Póllandi í nóvember á síðasta ári.
Athugasemdir
banner