Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 21:33
Brynjar Ingi Erluson
„Klúðraði málunum og kostaði allt félagið drauminn um að vinna Evrópudeildina“
Dómarinn dregur upp rauða spjaldið
Dómarinn dregur upp rauða spjaldið
Mynd: EPA
Mats Hummels, varnarmaður Roma á Ítalíu, tekur alla ábyrgð á að Roma sé dottið úr leik í Evrópudeildinni en hann sá rautt fyrir brot snemma leiks gegn Athletic í kvöld.

Þjóðverjinn hefur oftast verið afar áreiðanlegur í öftustu línu á ferli sínum en hann brást liðsfélögum sínum í leiknum.

Rauða spjaldið þótt umdeild ákvörðun. Hummels átti slaka sendingu á Maroan Sannadi og reyndi að redda sér með því að fleygja sér í tæklingu. Í sjálfu sér var tæklingin ekki það slæm, en vafamál var hvort hann hafi farið í boltann á undan. VAR komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi brotið á Sannadi og rænt hann upplögðu marktækifæri.

Hummels var rekinn af velli og tapaði Roma leiknum 3-1. Athletic mun því spila í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar, en Hummels vildi ekki gera þetta að vafamáli og tók á sig alla sök eftir leikinn.

„Mér þykir fyrir þessu. Ég vil biðja stuðningsmenn og liðsfélaga mína afsökunar. Ég brást öllum í dag með þessum mistökum sem voru hreinlega heimskuleg og hryllileg.“

„Þetta voru þeir leikir þar sem liðið gat reitt á mig, en ég klúðraði málunum og kostaði allt félagið drauminn um að vinna Evrópudeildina.“

„Ég veit ekki hvað meira ég get sagt. Ég er jafn vonsvikinn með sjálfan mig og þið,“
sagði Hummels.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner