Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Hugarburðarbolti GW 4 Risa Manchester slagur
Betkastið - Uppgjör og lið ársins í 2&3. deild
Innkastið - KR niðurlægt og Blikar í svaka brasi
Enski boltinn - Með annan fótinn inn á vinnumálastofnun
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Útvarpsþátturinn - Mikil spenna rétt fyrir tvískiptinguna
Turnar Segja Sögur: Svikahrappar & hæfileikasóun
Leiðin úr Lengjunni: Upphitun fyrir lokaumferðina með Jóni Ólafssyni
Hugarburðarbolti EXTRA!
Innkastið - Rafmögnuð lokaumferð í Lengjunni
Útvarpsþátturinn - Skemmdarverk á íþrótt
Uppgjör og lið ársins í 4&5. deild
Leiðin úr Lengjunni: Þróttarar að toppa á réttum tíma og glórulaus ákvörðun hjá Grindavík
Hugarburðarbolti GW 3 Sturlaður loka gluggi í enska !
Enski boltinn - Öflugir Ungverjar, taugahrúgan Amorim og gluggadagur
Innkastið - Besti leikur tímabilsins og allt í járnum á toppnum
Uppbótartíminn - Ræðst allt saman á fimmtudaginn
Útvarpsþátturinn - Lag fyrir Blika og landsliðið strax í úrslitaleik
Turnar Segja Sögur: Danmörk 1992
Innkastið - Stundum hata ég fótbolta
   lau 13. apríl 2019 17:59
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Vetrarverðlaunin - Tobias valinn bestur
Tobias Thomsen var valinn bestur.
Tobias Thomsen var valinn bestur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað árið í röð var haldin sérstök vetrarverðlaunahátíð til að krydda hið ótrúlega langa undirbúningstímabil á Íslandi.

Til gamans var haldin sérstök vetrarverðlaunahátíð og þeir bestu á undirbúningstímabilinu heiðraðir.

Tobias Thomsen, sóknarmaður KR, var valinn besti leikmaður undirbúningstímabil og hlaut þess einnig verðlaun sem besti sóknarmaðurinn.

KR-ingar unnu bæði Reykjavíkurmótið og Lengjubikarinn og var Rúnar Kristinsson valinn besti þjálfarinn og Beitir Ólafsson besti markvörðurinn.

Óttar Bjarni Guðmundsson, varnarmaður ÍA, var valinn besti varnarmaðurinn en Hörður Ingi Gunnarsson, samherji hans, veitti honum harða samkeppni í því vali.

Alexander Helgi Sigurðarson, miðjumaður Breiðabliks, var valinn besti miðjumaður undirbúningstímabilsins þó hann hafi aðeins spilað tvo leiki í Lengjubikarnum vegna meiðsla. Blikar unnu Fótbolta.net mótið.

Bjarki Steinn Bjarkason, átján ára unglingalandsliðsmaður sem spilar með ÍA, var valinn besti ungi leikmaður undirbúningstímabilsins en þar er á ferð ákaflega spennandi strákur.
Athugasemdir