Tilboð væntanlegt í Ederson - Man Utd hefur rætt við Frank og Pochettino - Frank, Maresca, McKenna og De Zerbi á blaði Chelsea
   lau 13. apríl 2024 13:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Blika og Vestra: Þrjár breytingar á báðum liðum
Ísak og Andri á bekknum
Markahrókurinn Benjamin Stokke byrjar.
Markahrókurinn Benjamin Stokke byrjar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tarik er með fyrirliðabandið hjá Vestra.
Tarik er með fyrirliðabandið hjá Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 14:00 hefst annar leikur 2. umferðar í Bestu deild karla þegar Vestri mætir heimsókn á Kópavogsvöll og mætir þar heimamönnum í Breiðabliki.

Þjálfararnir hafa opinberað byrjunarliðin fyrir leikinn og má sjá þau hér neðst.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn FH á mánudag. Þeir Andri Rafn, Arnór Gauti og markaskorarinn Benjamin Stokke koma inn í liðið. Kristófer Ingi Kristinsson tekur sér sæti á bekknum en þeir Kristinn Jónsson og Alexander Helgi Sigurðarson eru ekki í hópnum. Ísak Snær Þorvaldsson, Tumi Fannar Gunnarsson og Dagur Örn Fjeldsted koma inn á bekkinn. Eyþór Aron Wöhler, sem orðaður er í burtu frá Blikum, er ekki í hóp.

Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, gerir sömuleiðis þrjár breytingar frá tapinu gegn Fram á sunnudag. Pétur Bjarnason og fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson taka sér sæti á bekknum. Morten Ohlsen er ekki í hópnum. Inn í liðið koma þeir Elvar, Fatai og Vladimir Tufegdzic. Toby King og Andri Rúnar Bjarnason koma inn á bekkinn.

Uppfært, 13:20: Elmar Atli er í byrjunarliði Vestra. Tarik Ibrahimagic er hins vegar á bekknum.
Byrjunarlið Breiðablik:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Vestri:
30. William Eskelinen (m)
0. Eiður Aron Sigurbjörnsson
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
10. Nacho Gil
11. Benedikt V. Warén
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
77. Sergine Fall
Athugasemdir
banner
banner