Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 16:19
Brynjar Ingi Erluson
Birmingham tapaði úrslitaleik - Fimm íslensk mörk í norska bikarnum
Hilmir Rafn skoraði tvennu í bikarnum
Hilmir Rafn skoraði tvennu í bikarnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birmingham tapaði úrslitaleik EFL-bikarsins
Birmingham tapaði úrslitaleik EFL-bikarsins
Mynd: Birmingham City
Sveinn Aron skoraði fyrsta mark Sarpsborg
Sveinn Aron skoraði fyrsta mark Sarpsborg
Mynd: Sarpsborg
Íslendingalið Birmingham mistókst að vinna tvöfalt á tímabilinu er það tapaði fyrir Peterborough, 2-0, í úrslitaleik Vertu-bikarsins á Wembley í dag.

Alfons Sampsted og Willum Þór Willumsson urðu á dögunum C-deildarmeistarar með Birmingham og gátu náð í annan titil tímabilsins í dag.

Willum byrjaði í liði Birmingham en Alfons var ekki með. Tvö mörk frá Peterborough í fyrri hálfleik dugði liðinu til sigurs í bikarnum.

Chris Davies, stjóri Birmingham, tók Willum af velli í hálfleik og reyndi að setja meiri pressu á Peterborough í þeim síðari. Eitt mark var dæmt af Jay Stansfield vegna rangstöðu og var sá dómur réttur en lengra komst Birmingham ekki og lokatölur 2-0 Peterborough í vil.

Fjórir Íslendingar skoruðu í norska bikarnum í dag. Ísak Snær Þorvaldsson byrjaði hjá Rosenborg og skoraði fyrsta mark leiksins með laglegri afgreiðslu í 11-1 stórsigri á Rindal.

Hann er ný kominn til baka eftir meiðsli og spilaði því aðeins fyrri hálfleikinn.

Hilmir Rafn Mikaelsson skoraði tvö er Viking vann Hana 6-0. Hilmir gerði annað mark liðsins eftir hálftíma leik og síðan annað úr vítaspyrnu í þeim síðari.

Hinrik Harðarson skoraði eitt mark fyrir Odd sem tapaði óvænt 3-2 gegn D-deildarliðinu Flint.

Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 5-0 sigri Strömsgodset á Konnreud og þá kom Eggert Aron Guðmundsson inn á í 6-0 stórsigri Brann á Varegg. Freyr Alexandersson er þjálfari Brann.

Stefán Ingi SIgurðarson var ónotaður varamaður hjá Sandefjord sem vann öruggan 5-0 sigur á Teie.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sem hefur átt erfitt með að brjóta sér leið inn í byrjunarlið Sarpsborg, fékk tækifærið í dag og skoraði í 4-0 sigri liðsins á Sprint-Jeloy.

Mark Sveins kom á 9. mínútu eftir hornspyrnu. Góður dagur hjá Íslendingunum í Noregi.

Mikael Neville Anderson kom inn af bekknum hjá AGF sem gerði 1-1 jafntefli við Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni. Elías Rafn Ólafsson var á bekknum hjá Midtjylland.

Midtjylland er í öðru sæti meistarariðilsins með 46 stig, einu stigi frá toppnum en AGF í 5. sæti með 40 stig.
Athugasemdir
banner