Inter Miami vill De Bruyne - Al-Nassr hefur áhuga á Díaz - Everton blandar sér í baráttu um Delap
   sun 13. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Bruyne: Krakkarnir eru svolítið hræddir
Mynd: EPA
Kevin de Bruyne, miðjumaður Man City, yfirgefur félagið í sumar þegar samningur hans rennur út.

De Bruyne hefur verið í herbúðum Man City í tíu ár og hefur unnið úrvalsdeildina sex sinnum, enska bikarinn og deildabikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina einu sinni.

Hann átti frábæran leik þegar City vann Crystal Palace 5-2 í gær.

„Þetta hefur verið erfitt tímabil, það er ekki gaman að vera með kviðslit en ég hef verið verkjalaus síðustu sex vikur og það hefur skipt gríðarlega miklu máli," sagði De Bruyne.

„Nú er ég frjáls og get æft mikið og finnst ég geta gert góða hluti. Ég veit ekki hvað gerist næst en ég vil halda áfram að spila, sjáum til hvar ég enda."

De Bruyne var spurður að því hvernig tilfinningin yrði að spila sinn síðasta leik fyrir City.

„Ég veit ekki hvernig mér mun líða. Ég hef verið hérna svo lengi, krakkarnir eru fæddir í Manchester og hafa búið hérna alla sína ævi. Þetta verður nýtt fyrir þeim og ég held að þau séu svolítið hrædd. Ef ég get spilað fótbolta og fjölskyldan er ánægð er ég góður."
Athugasemdir
banner
banner