Gonzalo Garcia gæti verið lánaður til Brighton frá Real Madrid - Man Utd vill sænskan táning - Liverpool leiðir kapphlaupið um Semenyo
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 13. apríl 2025 22:37
Kári Snorrason
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fengu skell á Heimavelli hamingjunnar fyrr í kvöld er þeir mættu Víkingi. Leikar enduðu 4-0 en staðan var 3-0 eftir rúmar 20 mínútur. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  0 KA

Vegna tæknilegra örðuleika er fyrri hlutur viðtalsins ekki í spilaranum hér fyrir ofan.

Hallgrímur hrósaði Víkingum fyrir góða frammistöðu. Honum fannst liðið sitt leika þokkalega en Víkingar refsuðu þeim í hvert skipti sem þeir fengu tækifæri til.

„Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim. Verðum svekktir og pirraðir með okkur. Svo förum við að brosa aftur og segja skemmtilegar sögur á leiðinni heim.

Hallgrímur staðfestir viðræður við Marcel Römer.

„Við höfum verið í viðræðum við hann (Römer) en það er ekkert klárt."

KA var í viðræðum við Illaramendi fyrrum leikmann Real Madrid sem silgdu í strand. „Ég veit ekkert hversu langt það fór en ég get staðfest að það voru viðræður í gangi við hann."

KA ætlar sér að fá að minnsta kosti einn leikmenn fyrir gluggalok.

„Við ætlum að styrkja okkur um að minnsta kosti einn leikmann og hann er ekki enn kominn. Vonandi förum við að nálgast það svo metum við stöðuna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner