Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 13. apríl 2025 22:37
Kári Snorrason
Haddi: Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA fengu skell á Heimavelli hamingjunnar fyrr í kvöld er þeir mættu Víkingi. Leikar enduðu 4-0 en staðan var 3-0 eftir rúmar 20 mínútur. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  0 KA

Vegna tæknilegra örðuleika er fyrri hlutur viðtalsins ekki í spilaranum hér fyrir ofan.

Hallgrímur hrósaði Víkingum fyrir góða frammistöðu. Honum fannst liðið sitt leika þokkalega en Víkingar refsuðu þeim í hvert skipti sem þeir fengu tækifæri til.

„Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim. Verðum svekktir og pirraðir með okkur. Svo förum við að brosa aftur og segja skemmtilegar sögur á leiðinni heim.

Hallgrímur staðfestir viðræður við Marcel Römer.

„Við höfum verið í viðræðum við hann (Römer) en það er ekkert klárt."

KA var í viðræðum við Illaramendi fyrrum leikmann Real Madrid sem silgdu í strand. „Ég veit ekkert hversu langt það fór en ég get staðfest að það voru viðræður í gangi við hann."

KA ætlar sér að fá að minnsta kosti einn leikmenn fyrir gluggalok.

„Við ætlum að styrkja okkur um að minnsta kosti einn leikmann og hann er ekki enn kominn. Vonandi förum við að nálgast það svo metum við stöðuna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner