KA fengu skell á Heimavelli hamingjunnar fyrr í kvöld er þeir mættu Víkingi. Leikar enduðu 4-0 en staðan var 3-0 eftir rúmar 20 mínútur. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 - 0 KA
Vegna tæknilegra örðuleika er fyrri hlutur viðtalsins ekki í spilaranum hér fyrir ofan.
Hallgrímur hrósaði Víkingum fyrir góða frammistöðu. Honum fannst liðið sitt leika þokkalega en Víkingar refsuðu þeim í hvert skipti sem þeir fengu tækifæri til.
„Nú sleikjum við sárin fyrsta hálftímann á leiðinni heim. Verðum svekktir og pirraðir með okkur. Svo förum við að brosa aftur og segja skemmtilegar sögur á leiðinni heim.
Hallgrímur staðfestir viðræður við Marcel Römer.
„Við höfum verið í viðræðum við hann (Römer) en það er ekkert klárt."
KA var í viðræðum við Illaramendi fyrrum leikmann Real Madrid sem silgdu í strand. „Ég veit ekkert hversu langt það fór en ég get staðfest að það voru viðræður í gangi við hann."
KA ætlar sér að fá að minnsta kosti einn leikmenn fyrir gluggalok.
„Við ætlum að styrkja okkur um að minnsta kosti einn leikmann og hann er ekki enn kominn. Vonandi förum við að nálgast það svo metum við stöðuna."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir