
ÍA og Haukar áttust við í 2. deild kvenna í dag og tóku Skagakonur forystuna snemma leiks.
Samira Suleman setti boltann í netið en Viktoría Jóhannsdóttir jafnaði fyrir Hauka og urðu lokatölur 1-1.
ÍA er því með sjö stig eftir þrjár umferðir á meðan Haukar eiga fjögur stig eftir tvær.
ÍR lagði þá ÍH að velli eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. ÍH leiddi þökk sé marki Hildar Katrínar Snorradóttur en dæmið snerist við í síðari hálfleik.
Lovísa Guðrún Einarsdóttir jafnaði í upphafi síðari hálfleiks og skoraði svo aftur til að taka forystuna. Vörn ÍH opnaðist við þetta svo Erin Amy Longsden og Bertu Sóley Sigtryggsdóttur tókst að innsigla sigurinn, lokatölur 1-4.
ÍA 1 - 1 Haukar
1-0 Samira Suleman ('13 )
1-1 Viktoría Jóhannsdóttir ('35 )
ÍH 1 - 4 ÍR
1-0 Hildur Katrín Snorradóttir ('25 )
1-1 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('49 )
1-2 Lovísa Guðrún Einarsdóttir ('75 )
1-3 Erin Amy Longsden ('79 )
1-4 Berta Sóley Sigtryggsdóttir ('80 )