lau 13. maí 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Góðir sigrar hjá Magna og Augnabliki
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Augnablik

Það fóru þrír leikir fram í 3. deild karla í gærkvöldi þar sem Magni skoraði þrjú í þægilegum sigri gegn Árbæ.


Birgir Valur Ágústsson setti tvennu fyrir Magna áður en Kristinn Þór Rósbergsson innsiglaði sigurinn með marki úr vítaspyrnu. Bæði lið eru því með þrjú stig eftir fyrstu tvær umferðirnar, 

Augnablik er með sex stig eftir sigur gegn tíu leikmönnum Reynis Sandgerði sem misstu Strahinja Pajic af velli með rautt spjald á 30. mínútu. Reynismenn eru áfram með þrjú stig.

Að lokum sigraði Hvíti riddarinn á útivelli gegn Elliða og eru bæði lið því með þrjú stig eftir eitt tap og einn sigur.

Hamar lagði einnig Skallagrím að velli í 4. deildinni þar sem Skallagrímur var með forystuna allt þar til Elvar Þór Guðjónsson var rekinn af velli. Tíu leikmenn Skallagríms enduðu á að tapa 3-2.

Magni 3 - 0 Árbær
1-0 Birgir Valur Ágústsson ('7 )
2-0 Birgir Valur Ágústsson ('43 )
3-0 Kristinn Þór Rósbergsson ('61 , Mark úr víti)

Augnablik 2 - 1 Reynir S.
0-1 Kristófer Páll Viðarsson ('43 )
1-1 Orri Fannar Björnsson ('84 )
2-1 Eysteinn Þorri Björgvinsson ('90 )
Rautt spjald: Strahinja Pajic, Reynir S. ('30)

Elliði 2 - 4 Hvíti riddarinn
1-0 Óðinn Arnarsson ('8 )
1-1 Kári Jökull Ingvarsson ('33 )
1-2 Alexander Aron Tómasson ('36 )
2-2 Pétur Óskarsson ('37 )
2-3 Hrafn Elísberg Hjartarson ('41 )
2-4 Alvaro Cordero Martinez Corbalan ('58 )

Hamar 3 - 2 Skallagrímur
1-0 Guido Rancez ('4 )
1-1 Maximiliano Ezequiel Ciarniello ('13 )
1-2 Sölvi Snorrason ('33 )
2-2 Tobías Breiðfjörð Brynleifsson ('65 )
3-2 Rodrigo Leonel Depetris ('80 )
Rautt spjald: Elvar Þór Guðjónsson , Skallagrímur ('61)


Athugasemdir
banner
banner
banner