Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 13. maí 2023 10:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arsenal á undan Man Utd í kapphlaupinu um Rice
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Slúðrið er mætt á svæðið. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Manchester United ætlar að gera allt til að næla í Declan Rice, 24, miðjumann West Ham. Arsenal er þó talið líklegast til að næla í leikmanninn. (Guardian)

Matteo Guendouzi, 24, miðjumaður Marseille gæti tekið við af Rice hjá West Ham. (Mirror)

Ole Gunnar Solskjaer segir að Manchester United fékk tækifæri til að kaupa Erling Haaland á 4 milljónir punda þegar hann spilaði fyrir norska liðið Molde. (Sun)

Chelsea gæti farið framúr Liverpool í kapphlaupinu um Alexis Mac Allister, 24, miðjumann Brighton ef liðið selur Levi colwill, 20, til Brighton sem hluti af dílnum. (Express)

Chelsea og Manchester United hafa áhuga á Emiliano Martinez, 30, markverði Aston Villa og argentíska landsliðsins. Tottenham er einnig í leit af nýjum markverði. (Mirror)

Chelsea mun leyfa hinum 38 ára gamla Brassa, Thiago Silva að snúa aftur til Fluminense í sumar. (Telegraph)

Manchester United hefur hafið viðræður við Napoli um kaup á Kim Min-Jae miðverði ítalska liðsins. Liverpool og PSG hafa einnig áhuga á þessum 26 ára gamla leikmanni. (Foot Mercato)

Jude Bellingham, 19, miðjumaður Borussia Dortmund og enska landsliðsins hefur náð samkomulagi við Real Madrid. (90min)

Tottenham mun festa kaup á Dejan Kulusevski, 23, frá Juventus í sumar. (Independent)

Tottenham ætlar að gera Roger Ibanez, 24, varnarmann Roma að sínum fyrstu kaupum í sumar. (Four Four Two)

Brighton nálgast samkomulag við Mahmoud Dahoud, 27, miðjumann Dortmund en samningur hans við þýska félagið rennur út í sumar. (Fabrizio Romano)

Arsenal hefur áhuga á Mohamed Simakan, 23, varnarmanni RB Leipzig en hann skrifaði undir nýjan samning í desember. (Guardian)

Tottenham og Man Utd þurfa að borga 40 milljónir punda fyrir spænska markvörðinn David Raya, 27, frá Brentford í sumar. (Evening Standard)

Newcastle íhugar að gera 30 milljón punda tilboð í Amine Adli, 23, framherja Bayer Leverkusen en liðið mun fá samkeppni frá Bayern Munchen og AC Milan. (Guardian)

Jesse Lingard, 30, miðjumaður Nottingham Forest hefur verið boðið að fara til Besiktas þegar samningi hans lýkur hjá Forest í sumar. (Nottingham Post)


Athugasemdir
banner
banner
banner