Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var spurður út í framtíð svissneska miðjumannsins Granit Xhaka sem hefur verið orðaður við brottför frá félaginu í sumar.
Xhaka er 30 ára gamall með eitt ár eftir af samningi sínum við Arsenal en möguleika á eins árs framlengingu.
„Ég ætla ekki að svara ákveðnum orðrómum um Xhaka. Ég er virkilega ánægður með hans framlag fyrir liðið, hann er algjör lykilmaður fyrir okkur. Þetta er líklega hans besta tímabil hjá félaginu og við erum ánægðir að hafa hann í okkar röðum," sagði Arteta.
Þá er Aaron Ramsdale búinn að samþykkja nýjan samning við Arsenal sem gildir til 2028. Talið er að Bukayo Saka muni einnig skrifa undir á næstu dögum.
Athugasemdir