Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. maí 2023 14:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ayling: Svona félag á að vera í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images

Luke Ayling lék sinn 250. leik fyrir Leeds United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Newcastle í dag. Ayling kom liðinu yfir í leiknum.


Patrick Bamford klikkaði á vítaspyrnu til að koma liðinu í 2-0 og Newcastle refsaði með því að skora tvö mörk í röð. Ayling var virkilega sáttur með stigið.

„Fyrir nokkrum vikum hefðum við tapað 4 eða 5-1. Við vorum inn í þessu allan tíman og náðum í stig að lokum sem gæti verið mikilvægt," sagði Ayling.

Ayling er virkilega sáttur með stuðningsmenn liðsins og innkomu Stóra Sam sem stýrði liðinu í sínum fyrsta heimaleik í dag.

„Stuðningsmennirnir hvöttu okkur áfram allt til enda. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir þá, þeir hafa sagt sína skoðun sem þeir hafa rétt á. Þeir stóðu við bakið á okkur í dag og það verður stórt fyrir okkur í næstu leikjum," sagði Ayling.

„Það lifnaði allt við um leið og hann kom, við erum á góðri leið núna og vonandi komumst við í gang núna. Svona félag á að vera í úrvalsdeildinni, við höfum tvo leiki til að klára það."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner