Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 13. maí 2023 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Gea öruggur með Gullhanskann
Mynd: EPA
Manchester United vann Wolves 2-0 í ensku úrvalsdeildinni í dag. Með þessum sigri er ljóst að David de Gea markvörður liðsins mun vinna gullhanskann.

Þetta er í sextánda sinn sem hann heldur hreinu á þessari leiktíð en Alisson markvörður Liverpool, Nick Pope hjá Newcastle og Aaron Ramsdale hjá Arsenal hafa haldið þrettán sinnum hreinu.

Það er því ljóst að þeir geta aðeins jafnað hann svo hann mun vinna þessi verðlaun en mun deila þeim ef einhver þeirra mun jafna. Alisson og Ederson deildu verðlaununum á síðustu leiktíð.

De Gea er mjög umdeildur hjá United en talið er að hann muni skrifa undir nýjan samning við félagið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner