Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 13. maí 2023 11:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Eina skiptið sem Sir Alex hefur beðið mig afsökunnar"
Mynd: Getty Images

Ole Gunnar Solskjær fyrrum stjóri Manchester United greinir frá því að hann hafi fengið afsökunarbeiðni frá Sir Alex Ferguson eftir að sá síðarnefndi gagnrýndi að Solskjær hafi byrjað með Cristiano Ronaldo á bekknum í jafntefli gegn Everton.


Sir Alex náðist á myndband vera ræða leikinn við UFC goðsögnina Khabib Nurmagomedov. Þar gagnrýndi Sir Alex hann Solskjær fyrir að byrja með Ronaldo á bekkknum.

Hann kom inn á þegar 57 mínútur voru liðnar en það dugði ekki til.

„Það er eina skiptið sem Sir Alex hefur beðið mig afsökunnar. Hann náðist á myndband segja: „Þú átt alltaf að spila þínum bestu leikmönnum," eftir að Ronaldo var á bekknum í einum leik. Hann hringdi i mig og baðst afsökunnar því hann veit hversu erfitt þetta er," sagði Solskjær í samtali við The Athletic.

Ronaldo var rekinn frá félaginu eftir að hafa farið í viðtal hjá Piers Morgan og gagnrýndi félagið mikið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner