Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 13. maí 2023 13:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Þrjú víti og rautt spjald á Elland Road
Mynd: EPA

Leeds 2 - 2 Newcastle
1-0 Luke Ayling ('7 )
1-0 Patrick Bamford ('28 , Misnotað víti)
1-1 Callum Wilson ('31 , víti)
1-2 Callum Wilson ('69 , víti)
2-2 Rasmus Kristensen ('79 )
Rautt spjald: Junior Firpo, Leeds ('90)

Leeds fékk Newcastle í heimsókn á Elland Road í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Leeds berst fyrir sæti sínu í deildinni undir stjórn Sam Allardyce en liðið hefði getað farið upp úr fallsæti með sigri í dag.


Leeds fékk draumabyrjun þegar Luke Ayling kom liðinu yfir á sjöundu mínútu. Patrick Bamford gat tvöfaldað forystuna eftir hálftíma leik þegar Leeds fékk vítaspyrnu en Nick Pope varði frá honum.

Stuttu síðar fékk Newcastle vítaspyrnu þegar Max Wöber tók Aleksander Isak niður í teignum. Callum Wilson skoraði að miklu öryggi úr vítinu.

Staðan jöfn í hálfleik en Newcastle fékk aðra vítaspyrnu þegar Junior Firpo handlék boltann í teignum og truflaði skalla frá Isak. Wilson steig aftur á punktinn og aftur tókst honum að skora.

Firpo var heppinn að sleppa við að fá sitt annað gula spjald þarna.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka tókst Rasmus Kristensen að jafna metin fyrir Leeds og tryggja liðinu dýrmætt stig.

Firpo fékk sitt annað gula spjald í byrjun uppbótartímans en hvorugu liðinu tókst að næla í sigurmark.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner