Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 13. maí 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Hodgson ætlar ekki að hætta aftur

Roy Hodgson er 75 ára gamall en hefur ekki áhuga á að hætta að starfa sem þjálfari þrátt fyrir hækkandi aldur.


Hodgson tók við sem bráðabirgðastjóri hjá Crystal Palace í vetur og gerði flotta hluti til að bjarga liðinu frá falli eftir brottrekstur Patrick Vieira úr stjórastarfinu.

„Ég veit ekki hvar ég mun starfa á næstu leiktíð en ég ætla ekki að loka á neina möguleika. Ég ætla ekki að hætta aftur. Ég held að ég hafi ekki einu sinni sagst ætla að hætta í fyrra skiptið, ég leitaði mér einfaldlega ekki að nýju starfi og allir reiknuðu með því að ég væri hættur," segir Hodgson.

Hodgson starfaði hjá Palace frá 2017 til 2021 en var svo án starfs þar til Watford réði hann í janúar 2022. Hodgson tókst ekki að bjarga Watford og var aftur atvinnulaus frá sumrinu 2022 þar til hann var ráðinn til Palace í mars.

„Ég er bara að njóta lífsins. Mér líður vel og ég er í góðu standi. Ég er ekki með umboðsmann í vinnu við að reyna að finna nýtt starf fyrir mig, ef fólk vill ráða mig þá verður það að hafa samband af fyrra bragði."

Hodgson hefur verið þjálfari í meira en 45 ár og meðal annars stýrt Inter, Liverpool og svissneska landsliðinu. Hann hefur stýrt sex úrvalsdeildarfélögum og er elsti stjóri í sögu deildarinnar.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner