Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   lau 13. maí 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Meistaradeildarbaráttan magnast
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Salernitana tekur á móti Atalanta í fyrsta leik dagsins í 35. umferð ítalska deildartímabilsins. Liðin eigast við eftir hádegi og þurfa gestirnir frá Bergamó að spila til sigurs í Meistaradeildarbaráttunni.


Atalanta er fimm stigum frá Meistaradeildarsæti sem stendur á meðan Salernitana siglir lygnan sjó.

Fallbaráttulið Spezia tekur svo á móti AC Milan í hörkuleik þar sem Spezia þarf stig í fallbaráttunni eftir mikla taphrinu undanfarnar vikur.

Milan þarf einnig stig í efri hlutanum, þar sem liðið er aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti sem stendur.

Inter og Sassuolo eigast við að lokum. Inter vermir fjórða sætið eftir fjóra sigra í röð en Sassuolo er um miðja deild.

Leikir dagsins:
13:00 Salernitana - Atalanta
16:00 Spezia - Milan
18:45 Inter - Sassuolo


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 36 16 16 4 53 33 +20 64
5 Lazio 36 18 10 8 59 46 +13 64
6 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
7 Bologna 36 16 14 6 54 41 +13 62
8 Milan 36 17 9 10 58 40 +18 60
9 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
10 Como 36 13 9 14 48 49 -1 48
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 36 12 8 16 39 51 -12 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 36 8 9 19 37 54 -17 33
15 Verona 36 9 6 21 30 63 -33 33
16 Parma 36 6 14 16 41 56 -15 32
17 Empoli 36 5 13 18 29 56 -27 28
18 Lecce 36 6 10 20 24 57 -33 28
19 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
20 Monza 36 3 9 24 27 64 -37 18
Athugasemdir
banner