Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 13. maí 2023 13:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany: Aðalatriðið að Weghorst ljúki tímabilinu á góðum nótum
Mynd: Getty Images

Vincent Kompany stjóri Burnley vonast til að Wout Weghorst endi tímabilið vel með Manchester United en hann er á láni frá Burnley.


Weghorst gekk til liðs við Burnley frá Wolfsburg fyrir rúmu ári síðan en hann vildi ekki spila í Championship deildinni eftir að Burnley féll. Hann fór á láni til Besiktas en Erik ten Hag nældi í hann í janúar.

Hann hefur ekki staðið undir væntingum og þykir ólíklegt að hann verði áfram á Old Trafford. Líklegt þykir að úrslitaleikurinn í enska bikarnum gegn Man City verði hans síðasti leikur fyrir félagið.

Kompany, fyrrum leikmaður City ætlar að ræða við Weghorst eftir tímabilið.

„Hann er leikmaður Burnley sem hefur spilað í topp fjórum í úrvalssdeildinni fyrir Man Utd og einnig fyrir hollenska landsliðið. Það er erfitt fyrir mig að segja það út af bikarúrslitunum en aðalatriðið fyrir mig er að hann ljúki tímabilinu á góðum nótum. Við munum spjalla saman," sagði Kompany.


Athugasemdir
banner
banner
banner