Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 13. maí 2023 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mason: Samningsviðræður bíða þar til eftir tímabilið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Ryan Mason, bráðabirgðastjóri Tottenham, segir að félagið sé ekki í samningsviðræðum við Harry Kane þessa dagana.


Kane á aðeins ár eftir af samningi sínum við félagið og eru stórveldi víða um Evrópu áhugasöm um að kaupa enska landsliðsfyrirliðann.

Kane er af mörgum álitinn meðal bestu fótboltamanna sinnar kynslóðar og hefur verið sterklega orðaður við Manchester United að undanförnu. Þar áður var hann orðaður við Manchester City, en félaginu mistókst að krækja í hann og keypti að lokum Erling Haaland.

„Við erum einbeittir að því að klára tímabilið vel. Allar samningsviðræður og annað verður að bíða þar til eftir síðustu umferð úrvalsdeildarinnar. Raunveruleikinn er sá að Harry er ennþá leikmaður Tottenham og við vonum að hann geti afrekað fleiri frábæra hluti með þessu félagi," segir Mason.

Man Utd og Tottenham gerðu 2-2 jafntefli í apríl og sungu stuðningsmenn Rauðu djöflanna um að þeir myndu hitta Harry Kane aftur í sumar.

Tottenham er í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar, sex stigum eftir Man Utd sem situr í fjórða sæti og á einn leik til góða.

Kane er næst markahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að hafa aldrei unnið keppnina.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner